Frá og með 2016 er hægt að verða Fjórðungur. Fjölþrautafélagið Landvættir heldur utan um Fjórðunga.
Fjórðungur:Sund,hlaup,skíðaganga og hjólreiðar eins og í Landvættinum og þarf einnig að klára á innan við 12 mánuðum en innan hvers hinna fornu landsfjórðunga. Kröfurnar eru mun minni en að lágmarki eru þær eftirfarandi.
Sund:400 metrar.
Hlaup:2,5 km.
Skíðaganga:5,0 km.
Hjólreiðar: 10,0 km.(t.d. þríþraut plús skíðaganga)
Þarf að vera viðurkenndur íþróttaatburður og skal tilkynna sig á landvaetturin@gmail.com þegar Fjórðungi er lokið og láta tíma úr þrautunum og dagsetningar fylgja með.
Sá sem afrekar alla fjórðungana á innan við 12 mánuðum fær titilinn Heiðursfjórðungur.
Mörk landsfjórðunganna:Vestfirðingafjórðungur frá Botnsá í Hvalfirði að Hrútafjaðará. Norðlendingafjórðungur þaðan að Skoruvíkurbjargi á Langanesi, Austfirðingafjórðungur þaðan að Lómagnúp, Sunnlendingafjórðungur þaðan að Botnsá í Hvalfirði.
Gangi ykkur vel.